Áratugum eftir fermingu hittast þau á ný


Hér áður fyrr markaði fermingin stórt spor í þroska flestra einstaklinga og ef til vill er það svo enn. Og eftir því sem fólk verður eldra er sífellt áhugaverðara að kynnast á ný því fólki sem átti samleið í skóla og fermdist saman.
    
Fyrir skömmu hittust þau sem fæddust árið 1961 og fermdust í Hólaneskirkju á Skagaströnd fyrir 35 árum.

Á efri myndinni, í neðri röð frá vinstri: Ástmar Kári Ásmarsson, Guðrún B. Berndsen, Þórey Jónsdóttir, Páll Jónsson og Ásdís Þórbjarnardóttir.

Í efri röð frá vinstri eru: Hafþór Smári Gylfason, Magnús Bergmann Guðmarsson, Jósef H. Sigurðsson, G. Valdimar Valdimarsson, Hjálmfríður Bjarnadóttir og Lilja Kristinsdóttir.

Á myndina vantar Egil Bjarka Gunnarsson og Þórdísi Elvu Guðmundsdóttur.

Á neðri myndinni eru 50 ára fermingarsystkini. Saman fermdust 9 börn og hittust sex þeirra á Skagaströnd á sjómannadaginn.

Við messu í Hólaneskirkju þann dag afhenti hópurinn minningargjöf um Stefán H. Ingólfsson sem var eitt fermingarbarnanna. Gjöfin er ræðustandur unnin af Erlendi Magnússyni listamanni sem nú býr á Blönduósi. 

Á myndinni eru frá vinstri eru fermingrbörnin: Dagný Hannesdóttir, Kristín Lúðvíksdóttir, Guðrún Þórbjarnardóttir, Magdalena Axelsdóttir, Pálfríður Benjamínsdóttir og Lárus Ægir Guðmundsson.