Þátttakendur í spurningakeppninni Gettu betur síðsta föstudagskvöld létu spyrilinn, Steindór R. Haraldsson, vel finna fyrir sér. Samkvæmt reglum keppninna má draga þekkingu og hæfni spyrilsins í efa og var nýttu menn sér það svikalaust. Fyrir vikið varð þetta ein skemmtilegasta spurningakeppnin frá upphafi enda Steindór með orðheppnari mönnum og leyfði engum að eiga neitt inni hjá sér. Taka verður fram að spyrillinn er einnig dómari og alvaldur og því átti Steindór alls kostar við óeirðaseggi í hópi þátttakenda.
Þó verður að segjast eins og er að spurningar Steindórs voru í erfiðari kantinum. Yfirleitt hefur þurft 20 til 24 rétt svör til að sigra en sigurvegararnir, Árdís Indriðadóttir og Ólafía Lárusdóttir, náðu aðeins 16 stigum. Segir það sína sögu um spurningarnar.
Um þrjátíu manns tóku þátt að þessu sinni. Ár er nú liðið frá því að Kántrýbær tók að bjóða upp á þessa nýbreytni í bæjarlífinu og væntanlega verða þau enn fleiri.
Framvegis verða spurningar og svör úr síðustu keppni birtar hér á vef sveitarfélagsins. Það er gert til að sýna þeim sem ekki mæta hversu skemmtilega keppnin í raun og veru er. Eins geta þeir sem taka að sér hlutverk spyrils séð hvernig semja má spurningar.
Spurningar vegna Gettu betur 18. september 2009
1. Hvert var upphaflegt nafn Páls postula?
Svar: Sál.
2. Hvers sonur var Halldór Laxnes og hvað hét hann að miðnafni.
Svar: Guðjónsson, Kiljan
3. Hvað er Vítabikar?
a. Bikar sem vinnst í fótbolta með vítaspyrnu
b. Bikar sem piltar í Lærða skólanum urðu að drekka úr vegna inngöngu í skólann.
c. Bikar með götum í efri hluta, mjög vandasamt er að drekka úr honum án þess að hella niður.
d. Getnaðarvörn.
Svar: C
4. Eftir hvern er sagan Leggur og skel?
Svar: Jónas Hallgrímsson.
5. Landnáma er safnrit um landnámsmenn, forfeður þeirra og afkomendur. Hvað voru landnámsmennirnir margir?
a. 430
b. 97
c. 748
d. 2130
Svar: 430
6. Hver var biskup yfir Íslandi þegar Jóhannes Páll II páfi kom hingað í heimsókn. Svar: Hr. Pétur Sigurgeirsson.
7. Hvað er Sólselja?
Svar: Dill.
8. Linda Eastman McCartney átti eitt barn þegar hún kynntist Paul McCartney en hvað áttu þau mörg börn saman?
Svar: Þrjú
9. “Vér mótmælum allir” er vinsæl setning um þessar mundir. Hvaða ár var þetta sagt og við hvaða tækifæri
Svar: Þjóðfundurinn 1851.
10. Hvað heitir hæsta fjall Afríku.
Svar: Kilimanjaro.
11. Hver er efnaformúla vatns?
Svar: H2O.
12. Hvar og hvenær verða næstu Ólympíuleikar haldnir?
Svar: London 2012.
13. Hvernig er þakið á Vindhæli á lit?
Svar: Ómálað.
14. Hversu mörg ár hefur Magnús B. Jónsson verið sveitarstjóri á Skagaströnd?
Svar: 19 ár.
15. Hvernig stóð á því að Edison betrum bætti ljósaperuna?
Svar: Hann kveikti á perunni.
16. Botnið málsháttinn: “Sú er ástin heitust sem ...“
Svar: Sú er ástin heitust sem bundin er meinum.
17. Skáldsagan “Gamli maðurinn og hafið” var skrifuð á Kúbu 1951. Hver er höfundurinn?
Svar: Ernest Hemingway.
18. Hvað heitir Japan á japönsku?
Svar: Nippon.
19. Hvað heitir Sýslumaður Húnvetninga?
Svar: Bjarni Stefánsson
20. Deildu í 30 með 1/3 og bættu 10 við. Hver er niðurstaðan?
Svar: 100, (30 deilt með 1/3 = 90) 90+10=100.
21. Hver er fituprósenta nýmjólkur í bláu fernunum?
Svar: 3,9%
22. Það eru ekki margir sem vinna Óskarsverðlaun tvö ár í röð fyrir aðalhlutverk, það gerði þó góður leikari 1993 og 1994. Önnur myndin er borgarnafn í BNA, hin minnir viðinn í þessu húsi. Hverjar eru þessar myndir og hver er leikarinn?
Svar: Philadelfia og Forrest Gump. Tom Hanks
23. Hvað er síminn hjá lögreglunni á Blönduósi?
Svar: 455 2666
24. Hvað hét fyrsta verslunin sem Hallbjörn Hjartarson stofnaði á Skagaströnd og hvers konar verslun var það?
Svar: Verslunin Vík. Nýlenduvöruverslun
25. Hvernig er unnt að sjóða egg í fimmtán mínútur ef það eina sem hægt er að mæla tímann með eru tvö stundaglös, annað tæmist á sjö mínútum og hitt á ellefu mínútum?
Svar: Eggið er sett í sjóðandi vatn og bæði stundaglösin eru sett af stað. Eftir 7 mínútur er minna stundaglasinu snúið við og síðan aftur þegar stærra glasið tæmist. (Þá eru 11 mínútur liðnar og minna glasið búið að mæla fjórar mínútur). Þegar minna glasið tæmist eru komnar 15 mínútur.
26. Á 4 árum eru 20 mánuðir með 31 dag hver. Hversu margir mánuðir á þessum 4 árum hafa 28 daga?
Svar 48, hlýtur að vera.
27. Hversu margar skepnur af hvoru kyni tók Móses með sér um borð í örkina?
Svar: Móses var ekki í þessum buisness, Það var Nói!
28. Hve mörg 2.(tveggja) krónu frímerki eru í tylft?
Svar: 12, það eru tólf í tylft.
29. Er löglegt á Íslandi að giftast systur ekkju sinnar?
Svar: Nei, látnir mega ekki giftast!
30. Hvað er skoffín?
Svar: Afkvæmi tófu og kattar og er kötturinn móðir.