Árleg kökukeppni Undirheima var haldin í gærkvöldi. Keppendur voru 12 talsins og voru 2 - 3 saman í hóp. Kökurnar þurfti að skreyta á staðnum og þau höfðu 60 mínútur til þess að ljúka verkinu. Að því loknu mætti þriggja manna dómnefnd á svæðið og valdi efstu þrjú sætin sem frumlegustu kökuna, besta bragðið og fallegustu kökuna. Að þeirra sögn var þetta ekki auðvelt val eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Í þetta sinn voru eftirfarandi kökur í þremur efstu sætunum:
Í 3. sæti sem frumlegasta kakan var sælgætis bátur þeirra Sæþórs Daða og Victors Líndal.
Í 2. sæti sem besta bragðið var Mr. Shrek þeirra Alexöndru Dögunar, Arneyjar Nadíu og Láreyjar Möru.
Í 1. sætið var ströndin á Ströndinni sem fallegasta kakan sem þær Aníta Ýr og Ylfa Fanndís áttu heiðurinn af. Allir keppendur lögðu sig fram við að töfra fram hinar glæsilegustu kökur.
Hæfileikaríkir unglingar sem við eigum hér á Skagaströnd.