29.10.2003
Arnar HU-1 kom til heimahafnar í dag eftir 40 daga slipp í
Póllandi þar sem umtalsverðar endurbætur voru gerðar á
skipinu. Endurbæturnar miða fyrst og fremst að því að auka
sjóhæfni skipsins svo að það standist ýtrustu kröfur
Siglingarmálastofnunar um stöðuleika. Verkið fólst í því að
skutur skipsins var sleginn út og andveltitankur settur fyrir
framan brú þess. Við breytingarnar jókst tankarými fyrir olíu
um fimmtung þannig að ekki er lengur þörf á því að sigla í
land til olíutöku þegar líður tekur á veiðiferð eins og áður
þurfti. Í slippnum í Póllandi var skipið jafnframt sandblásið og
heilmálað. Arnar hreppti leiðinda veður í um sólarhring á
leiðinni heim og er það samdóma álit skipstjórnarmanna að
vel hafi tekist til með breytingarnar, sjóhæfni skipsins hafi
aukist verulega og að það muni örugglega verða betri
vinnustaður en áður með minni veltingi. Verktakinn í Póllandi
skilaði verkinu á skemmri tíma en ráð var fyrir gert og var
tilboð pólska fyrirtækisins aðeins um 32% af upphæð lægsta
tilboðs hér heima. Kristinn Halldórsson hjá Skipasýn H/F í
Reykjavík sá um hönnun og teikningar á endurbótunum
Arnars.
J.K.