Nú er nýlokið punktamótum sumarsins hjá Golfklúbbi Skagastrandar en það eru kvöldmót sem haldin eru vikulega allt sumarið og spilaðar 9 holur hverju sinni.
Alls voru haldin 15 mót og tóku alls tæplega 40 golfarar þátt í þeim. Að meðaltali voru um 15 keppendur hvert kvöld.
Þrír stigahæstu golfararnir voru sem hér segir:
1. Arnór Snorri Gíslason GSK
2. Marteinn Óli Reimarsson GÓS
3. Jón Árni Bjarnason GÓS
Nú standa yfir töluverðar vallarframkvæmdir á Háagerðisvelli. Verið er að stækka og lagfæra nær alla teigana á vellinum.
Markmiðið er að bæta verulega þá aðstöðu sem nú er til staðar og auðvelda hirðingu teiganna. Alls hafa um 100 rúmmetrar af efni verið notaðir við stækkunina og um 700 ferm. af þökum verða lagðir þar ofaná.
Starfsmenn Sorphreinsunar Vilhelms Harðarsonar hafa séð um framkvæmdirnar.