04.12.2003
Föstudaginn 28. nóvember var árshátíð Höfðaskóla
haldin í Fellsborg fyrir fullu húsi.Árshátíðin tókst með
eindæmum vel og stóðu allir nemendur sig með sóma.
1. bekkur var með apasöng, 2. bekkur söng lag úr
Grease, 3. bekkur flutti Karnival dýranna, 4. bekkur
sýndi leikritið um Mjallhvíti í endurbættri útgáfu, 5.
bekkur var með Kennara-Idol, 6. bekkur sýndi þátt úr
Survivor, 7. bekkur var með Bachelor atriði og
nemendur 8.- 10. bekkja fluttu frumsamið leikrit sem
hét Stefnumótið. Þá voru kennararnir með atriðið
Minkurinn í hænsnakofanum. Hljómsveitin VIÐ sá um
tónlistarflutning fyrir 2. bekk og unglingana, ásamt því
að spila nokkur lög í lok árshátíðarinnar og á ballinu.
Tertuhappdrætti var á milli atriða. Logi Vígþórsson
stjórnaði dansi fyrri hluta diskóteksins og mæltist það
vel fyrir hjá öllum. Skólafélagið Rán sá um skreytingar
með aðstoð húsvarðar Fellsborgar. Þetta var hin besta
skemmtun og fóru allir þreyttir en ánægðir heim um
kvöldið.
Fréttin með myndum er á heimasíðu skólans
http://hofdaskoli.skagastrond.is/