Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar 22. maí 2017 var ársreikningur sveitarfélagsins tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
Í ársreikningi kemur fram að rekstrartekjur samstæðunnar voru 559,0 m.kr. en voru 576,6 m.kr. árið 2015 og hafa lækkað um 3,1% milli ára. Rekstrarniðurstaða var jákvæð á árinu um 22,7 m.kr. í samanburði við 33,5 m.kr. jákvæða afkomu árið 2015. Rekstrargjöld samstæðu námu 551,3 m.kr. en voru 561,1 m.kr. 2015. Tap var af rekstri A hluta fyrir afskriftir, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld að fjárhæð 1,8 m.kr. en rekstrarniðurstaðan jákvæð um 6,5 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar reyndist 26,7 m.kr. betri en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir en rekstrarafkoma ársins var jákvæð um 22,7 m.kr.
Heildareign sveitarfélagsins námu í árslok kr. 1.706 og eigið fé var um 1.247 m.kr. Langtímaskuldir sveitarfélagsins námu 259,2 m.kr. og tilheyra þær eingöngu félagslegum íbúðum. Veltufjárhlutfall samstæðunnar nam 14,59 en var 13,06 í árslok 2015.
Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi var veltufé frá rekstri samstæðunnar 81,7 m.kr. og handbært fé frá rekstri nam 80,5 m.kr. Engin ný lán voru tekin á árinu. Handbært fé samstæðunnar nam 539,9 m.kr. í árslok auk 124,5 m.kr. skammtímaverðbréfaeignar en handbært fé var 490,7 m. kr. í árslok 2015 og þá nam skammtímaverðbréfaeign 142,4 m.kr.