Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun um land allt frá hádegi á morgun, föstudaginn 20. janúar, vegna asahláku.
Spáð er sunnan 10-18 m/s og rigning með köflum. Hiti 5 til 12 stig. Búast má við talverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar og vexti í ám og lækjum. Ísilagðar ár geta rutt sig og fólk er hvatt til að sýna aðgát vegna þess. Hyggilegt að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í fráveitukerfi og forðast vatnstjón. Flughálka er líkleg til að myndast á blautum klaka.
Við hvetjum íbúa til að hreinsa snjó, klaka og önnur óhreinindi frá niðurföllum við fasteignir sínar. Einnig er fólk hvatt til að gæta að sér þar sem flughálka getur myndast á blautum klaka.