Menningarráð Norðurlands vestra úthlutaði styrkjum til menningarverkefna við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 5. apríl sl. Ávörp fluttu Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, Guðrún Helgadóttir, formaður Menningarráðs, og Gunnar Sandholt, fulltrúi Karlakórsins Heimis. Nemendur og kennarar Tónlistarskóla Skagafjarðar sáu um tónlistarflutning.
Menningarráðinu bárust alls 78 umsóknir en umsóknarfresturinn rann út 15. mars sl. Alls fengu 55 aðilar styrk að upphæð 18,5 milljónir króna. Hæstu styrkirnir námu einni milljón króna. Sjá nánar styrkveitingar hér að neðan.
1.000.000 kr. Kristján Valgarðsson, f.h. Carminahópsins, Skagafirði
Tónverkið Carmina Burana.
1.000.000 kr. Grettistak ses., Húnaþingi vestra
Alþjóðlegt þing sagnamanna við Norður-Atlantshaf í Húnaþingi vestra.
1.000.000 kr. Sögusetur íslenska hestsins, Hólum, tvö verkefni
Stafrænt ljósmyndasafn um íslenska hestinn. Ráðstefna um Sauðárkrókshrossin.
750.000 kr. Blöndubyggð ehf., Blönduósi
Eyvindarstofa á Blönduósi.
750.000 kr. DreamVoices ehf., Ópera Skagafjarðar
Óperan Rigoletto á Sæluviku
750.000 kr. Leikfélag Sauðárkróks, tvö verkefni
120 ára saga leiklistar á Sauðárkróki. Leiksýning
750.000 kr. Guðbrandsstofnun, Hólum, þrjú verkefni
Ráðstefna um Kolbein Tumason og sálminn hans, Heyr himna smiður. Stofnun
tónlistarakademíu um forna tónlist. Útgáfa á sögu Bauka-Jóns.
700.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga, þrjú verkefni
Heimildamynd um vinnslu rekaviðar. Gerð sýningarskrár. Bókaútgáfa.
600.000 kr. Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi, þrjú verkefni
Málþing í tilefni 135 ára ártíðar Halldóru Bjarnadóttur. Tölvuskráning á safnmunum.
Sumarsýning.
600.000 kr. Menningarnefnd Blönduóssbæjar, tvö verkefni
Dægurlagakeppnin Vökulögin 2008. Mynda- og sögusýning.
Sólveig S. Einarsdóttir, Húnavatnshreppi
Söngdagar á Húnavöllum.
Geirmundur Valtýsson, Sauðárkróki
Í syngjandi sveiflu.
Alþýðulist, félag handverksfólks í Skagafirði
Sýningin Nytjar náttúrunnar á landbúnaðarsýningunni Sveitasælu
Nes listamiðstöð, Skagaströnd
Dvalar- og sýningarstyrkir fyrir íslenska listamenn.
Við Árbakkann, Blönduósi
Pólsk-íslensk djassupplifun, röð djasstónleika á Norðurlandi vestra.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
Skráning lausavísna í gagnagrunn.
Skagabyggð, A-Hún.
Örnefnaskráning í Skagabyggð.
Fluga, rekstrarfélag Svaðastaðahallar á Sauðárkróki
Tekið til kostanna sem eru alþjóðlegir hestadagar í Skagafirði.
Björn Líndal o.fl., Húnaþingi vestra
Söfnun og útgáfa á gamansögum úr Húnaþingi vestra.
Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi
Eldur í Húnaþingi.
Lárus Ægir Guðmundsson, Skagaströnd
Útgáfa sögu sjómannadagsins á Skagaströnd.
Skotta ehf., Sauðárkróki
Kynningarmyndir um Laufskálarétt og Þórarin Eymundsson tamningamann.
Ómar Bragi Stefánsson, Sauðárkróki
Heima er best, bæjarhátíð á Sauðárkróki.
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga
Útgáfa ársritsins Húnavaka.
Hólaskóli
Útgáfa göngukorta um Tröllaskaga.
María Markovic og Erla María Lárusdóttir, Skagaströnd
Listadagar á Skagaströnd.
Hugrún Sif, Jón Ólafur og Halldór, Skagaströnd
Tónlistarnámskeið fyrir götulistamenn í tengslum við Kántrýdaga.
Hólarannsóknin og Ragnheiður Traustadóttir
Útgáfa rits um fornleifarannsóknir á Hólum.
Rökkurkórinn, Skagafirði
Til tónleikahalds.
Söngskóli Alexöndru, Skagafirði
Söng- og söguveisla á Sæluviku, Sigvaldi Kaldalóns, ævi og störf.
Þóra Björk Jónsdóttir, Skagafirði
Sól í hádegisstað, menningardagskrá um Elínborgu Lárusdóttur rithöfund.
Jón Þorsteinn Reynisson, Skagafirði
Tónleikaröð sumarið 2008.
túrí ehf., Húnaþingi vestra
Útgáfa örbóka um Gretti sterka.
Skarphéðinn Einarsson, Blönduósi
Bítlasýning á Húnavöku 2008.
Leikfélag Blönduóss
Leiksýning.
Guðmundur S. Jóhannesson, Sauðárkróki
Undirbúningur útgáfu þriggja ættfræðirita.
Byggðasaga Skagfirðinga og Byggðasafn Skagfirðinga
Byggðasögurannsóknir í tengslum við útgáfu Byggðasögu Skagfirðinga.
Hafíssetrið, Blönduósi
Sjóleiðin norður til Kína, málþing um hafís og siglingar á norðurslóðum.
Listasafn og Safnahús Skagfirðinga
Enn mun reimt á Kili, sýning um afdrif Reynistaðarbræðra.
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Hákarlasýning í samstarfi við Sjóminjasafnið Víkina.
Kirkjukór Víðidalstungukirkju
Til tónleikahalds.
Bjarni Freyr Björnsson, Húnavatnshreppi
Ljósmyndasýning á náttúru og mannlífsmyndum frá Austur-Húnavatnssýslu.
Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði
Til tónleikahalds.
Skagfirski kammerkórinn
Til tónleikahalds.
Gunnar Rögnvaldsson, Skagafirði
Sögur úr sveitinni.
Samkórinn Björk og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, A-Hún.
Til tónleikahalds.
Lomberklúbburinn Ponti, Húnaþingi vestra
Útbreiðsla Lombers.
Hjalti Þórðarson og Ungmennafélagið Neisti, Skagafirði
Saga Umf. Neista.
Kristín Halla Bergsdóttir, Skagafirði
Sumarnámskeið.
Félagsheimilið Húnaver, Húnavatnshreppi
Til tónleikahalds.
Félag eldri borgara í Húnaþingi
Til tónleikahalds.
Dagrún Ísabella Leifsdóttir, Sauðárkróki
Til tónleikahalds.
Harmonikuunnendur Húnavatnssýslna
Hagyrðingakvöld.
Rjúpurnar, Skagafirði
Kennsla í dönskum þjóðdönsum.
Benedikt Sigurðsson, Sauðárkróki
100sta Skáldaspírukvöldið: Úr sagnabrunni Skagfirðinga.