Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs 1. júní 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024 er hafin.

 

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á kjörstöðum innan umdæmisins sem hér segir:

  • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 - 15:00.
  • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 - 15:00.
  • Hvammstanga, ráðhúsi Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5, Hvammstanga, mán - fim kl. 09:00 - 16:00 og fös kl. 09:00 - 12:00.
  • Skagaströnd, stjórnsýsluhúsi að Túnbraut 1-3, Skagaströnd, virka daga kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 15:00.

 

Fimmtudagana 23. maí og 30. maí nk. verður opið til kl. 18:00 á skrifstofum sýslumanns að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og Suðurgötu 1, Sauðárkróki. Á kjördag verður opið á báðum skrifstofum milli 11:00 – 15:00.

 

Atkvæðagreiðsla á heilbrigðisstofnunum innan umdæmisins fer fram sem hér segir:

  • HSN Blönduósi, Flúðabakka 2, Blönduósi, miðvikudaginn 29. maí kl. kl. 15:30 - 16:30.
  • HSN Sauðárkróki, Sauðárhæðum, Sauðárkróki, miðvikudaginn 22. maí kl. 15:15 -16:15.
  • HVE Hvammstanga, Spítalastíg 1, Hvammstanga, miðvikudaginn 29. maí kl. 16:00 - 17:00.
  • Sæborg Skagaströnd, Ægisgrund 14, Skagaströnd, miðvikudaginn 29. maí kl. 15:30 – 16:30.

 

Atkvæðagreiðsla í heimahúsi:

Kjósandi, sem vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, getur hvorki sótt kjörfund né kosið utan kjörfundar, getur óskað þess að greiða atkvæði í heimahúsi. Skrifleg umsókn studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 30. maí. Mælst er til að beiðnir þessa efnis berist kjörstjóra án ástæðulauss dráttar.

 

Ábyrgð á atkvæði:

Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra í umdæmi sýslumanns þar sem hann á ekki lögheimili. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandinn er á kjörskrá. Kjörstjóri annast póstsendingu atkvæðis að beiðni kjósanda. Allir kjósendur, sem greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag, bera sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu til skila.

 

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum við kosninguna (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini).

Vakin er athygli á að unnt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sýslumanna um land allt.

 

Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is