Atvinna í boði - starf sjúkraliða á Hjúkrunarheimilinu Sæborg

Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa.

Um er að ræða vaktavinnu en hægt er að semja um breytilegan vinnutíma og mislangar vaktir.

Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna með öldruðum og hafi frumkvæði samstarfsvilja,sveiganleika og hæfni í mannlegum samskiptum.

Laun samkvæmt kjarasamningi SFLÍ og sveitafélaga.

Umsóknarfrestur er til 15.sept 2020

Upplýsingar veitir

Jökulrós Grímsdóttir Hjúkrunarforstjóri í síma 848-1801/ Eydís Inga Sigurjónsdóttir afleysing hjúkrunarforstjóra í síma 867-1088 eða í tölvupósti á saeborg@simnet.is

Aðrar upplýsingar

Sæborg er hjúkrunarheimli fyrir aldraða sem er staðsett í miðjum bænum Skagaströnd. Þar búa að jafnaði um 9 íbúar. Unnið er eftir lev og bo hugmyndafræðinni. Sveitafélagið Skagaströnd hefur mikið upp á að bjóða fyrir fjölskyldufólk.