Atvinna: Sveitarfélagið Skagaströnd leitar að áhugasömum og vandvirkum bókara

Leitum að áhugasömum, talnaglöggum og vandvirkum bókara til að starfa fyrir Sveitarfélagið Skagaströnd sem er til í að takast á við fjölbreytt verkefni.

Helstu verkefni eru bókhaldsstörf, reikningagerð, launavinnsla, greiðslur, samskipti við lánadrottna og notendur þjónustu fyrir Sveitarfélagið Skagaströnd og Félags- og skólaþjónustu A-Hún. Starfsmaður sinnir afgreiðslu, þjónustu og skrifstofustörfum á skrifstofu sveitarfélagsins sem og öðrum verkefnum sem honum eru falin.

Leitað er eftir starfsmanni í 100% stöðu og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. maí n.k.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Viðurkenndur bókari eða menntun sem nýtist í starfi
  • Haldgóð þekking og reynsla af bókhaldi er skilyrði
  • Íslenskukunnátta er skilyrði
  • Þekking og reynsla af bókhaldskerfinu Navision er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta og færni í upplýsingatækni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga viðkomandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Sveitarstjóri veitir frekari upplýsingar um starfið, umsókn, kynningabréf og ferilskrá, skal senda á netfangið sveitarstjóri@skagastrond.is.

Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2021.

 

Skagaströnd er fallegt sjávarþorp á norðurlandi vestra. Íbúar í sveitarfélaginu Skagaströnd eru um 480 og starfsmenn þess um 48 talsins.