Ég vil minna á vinnufund í verkefninu Vetrarauður á morgun 16. nóv kl. 17.00 á Gistiheimilinu Dagsbrún á Skagaströnd.
Við viljum ræða spurninguna:
“Getum við eflt og auglýst betur vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi vestra?” Svarið er já – en spurningin er hvernig?
Markmið fundarins eru:
• að skilgreina hugmyndir og skipuleggja vinnu við tilboð fyrir innanlandsmarkað jan.-apríl og okt-des. árið 2006 og
• að koma á fót samstarfi um vöruþróun og markaðssetningu þessara tilboða.
Ferðamálasamtök Norðurlands vestra, Hólaskóli og Upplýsingamiðstöð ferðamála á Norðurlandi vestra hafa aflað stuðnings við vöruþróunarverkefni fyrir vetrarferðaþjónustu á svæðinu. Verkefnið er tækifæri fyrir þá ferðaþjónustuaðila, sem vilja vekja aukna athygli á og/eða efla starfssemi sína að vetrarlagi.
Nánari upplýsingar og skráning:
Pétur Jónsson Ferðamálasamtökum Norðurlands peturjo@simnet.is. s 451 0040 eða 860-5970
Jakob Frímann Þorsteinsson Upplýsingamiðstöð ferðamála á Norðurlandi vestra s. 455 6161
Guðrún Helgadóttir hjá Hólaskóla s. 455 6300.
Gudrun Kloes atvinnuráðgjafi SSNV Hvammstanga s. 455 2515
Haukur Suska Garðarsson atvinnuráðgjafi SSNV Blönduósi s. 455 4304
Myrkur – Skíða – Norðurljós – Tilhleypingar – Réttir – Jólakortahelgi – Matur – Gönguferðir – Dekur – Hestar - Sund – Rómantíbk – Sæluvika – Skíðapáskar – Tekið til kostanna - Kyrrð
Jakob Frímann Þorsteinsson