Kjörfundur vegna alþingiskosninganna í Sveitarfélaginu Skagaströnd verður haldinn laugardaginn 30. nóvember 2024.
Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur til kl. 21:00. Kosið verður í félagsheimilinu Fellsborg.
Kjörskrá liggur frammi til kjördags á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar að Túnbraut 1-3 og miðast hún við skráð heimilisfang hjá Þjóðskrá Íslands þann 29. október 2024.
Kjörstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar.