Hafnarsjóður sveitarfélagsins Skagastrandar óskar eftir tilboðum í lengingu Miðgarðs, harðviðarbryggju.
Helstu magntölur:
Jarðvinna, gröftur, fylling og grjótvörn
Steypa landvegg bryggju um 41 m.
Rekstur brygjustaura, 28 stk.
Byggja harðviðarbryggju um 320 m²
Lagnir fyrir vatn og rafmagn
Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. desember 2013.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglingastofnunar Íslands, Vesturvör 2 í Kópavogi og hjá sveitarfélaginu Skagaströnd, Túnbraut 1-3 á Skagaströnd frá og með þriðjudeginum 2. júlí 2013, gegn 5.000 kr. greiðslu.
Tilboð verða opnuð á sömu stöðum fimmtudaginn 18. júlí 2013 kl. 11.00.