Út er kominn bæklingur um veiðivötnin í Skagaheiði. Bæklingurinn er unnin af Sigurði Sigurðarsyni og Róbert F. Gunnarssyni en útgáfan er styrkt af Ferðamálastofu. Bæklingurinn verður til afhendingar á helstu viðkomustöðum ferðamanna á Norðurlandi vestra.
Í ritinu er að finna upplýsingar um nærri fjörtíu vötn. Gott kort fylgir og öll vötn sem fjallað er um eru merkt .
Í texta er getið um fimm grundvallaratriði um hvert vatn: Veiðileyfi, vegalend frá Skagaströnd, aðkomu, veiði og stærð vatns. Einnig hefur verið reynt að birta myndir af sem flestum vötnum. Í honum er einnig að finna hverjir selja veiðileyfi, hversu langt er að vatni frá Skagaströnd, aðkoma að vatninu, stærð þess og ekki síst hvers konar veiði er von. Í bæklingnum er kort af Skaga og þar má finna helstu leiðir, örnefni, jarðamörk og mörk almenninga. Bæklingurinn er birtur á heimasíðunni og finnst hér: http://www.skagastrond.is/veidi_skaga.pdf