Hr. Jón A. Baldvinsson, biskup á Hólum verður með fyrirlestur á Löngumýri í Skagafirði miðvikudagskvöldið 25. nóvember kl. 20. Nefnist hann „Hlutverk biskupsembættisins á Hólum fyrr og nú fyrir kirkju og kristni“.
Þetta er fyrsta kvöldið í fyrirlestrarröð Löngumýrar um kirkjuna og stöðu hennar í margvíslegum skilningi. Fjallað verður um sögur af biskupum og hlutverki þeirra fyrr og nú, sögu biskupsstólsins á Hólum, stöðuna í dag og framtíðarsýn og spurt um tengsl safnaðanna við biskupsembættið.
Löngumýrarnefnd býður alla velkomna.