Í tilefni hálfrar aldar afmælis skipsins er það á hringferð um landið ásamt Knerrinum sem einnig fagnar hálfrar aldar smíðaafmæli.
Húni II er stærsta eikaskip smíðað á Íslandi, sem enn er á floti. Hann var smíðaður fyrir Skagstrendinga hjá KEA 1963 og var m.a. gerður út á síldveiðar. Knörrinn frá Húsavík var einnig smíðaður hjá KEA 1963.
Húni II og Knörrinn eru gott vitni um fagleg og vönduð vinnubrögð við smíði trébáta og íslenska verkþekkingu sem nú er á undanhaldi.
Hollvinir Húna II