Brenna – flugeldasala – flugeldasýning.

 Ágætu Skagstrendingar – gleðilegt nýtt ár.

Vegna þess að ekki var hægt að hafa brennu og flugeldasýningu eins og til stóð á gamlársdag verður síðbúin áramótabrenna í kvöld, föstudagskvöldið 4. janúar. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 og litlu síðar hefst flugeldasýning. Blysför er frá Fellsborg kl. 20:00 og skorað á alla að mæta.

 

Mjög margir komust ekki til að kaupa flugelda fyrir gamlársdag og því eru verulegar birgðir til hjá okkur. Sala flugelda er afar mikilsverð tekjulind fyrir Björgunarsveitina Strönd og Ungmennafélagið Fram í þeim mikilvægu hlutverkum sem þau gegna í samfélaginu hér á Skagaströnd. Það kemur sér afar illa fyrir okkur að sitja uppi með miklar birgðir.

 

Flugeldasalan verður opin alla helgina kl. 15:00-18:00 að Skagavegi 2.  Kaffi á könnunni og allir velkomnir.

 

Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram.