Á fundi sveitarstjórnar þann 27. mars sl. samþykkti sveitarstjórn eftirfarandi:
- Heimilt er að veita frestun á gjalddögum fasteignagjalda vegna 2020 til þeirra sem þess óska. Þeir gjalddagar sem um ræðir eru 1. apríl-1.júlí. Er miðað við að frestun hvers gjalddaga geti að hámarki verið 5 mánuðir. Skal beiðni um gjaldfrest send á sveitarstjóra með tölvupósti á netfangið sveitarstjori@skagastrond.is. Þeir sem sjá sér ekki fært að senda tölvupóst geta haft samband við skrifstofu í síma 455-2700. Vegna ástandsins geta verið ófyrirséðar raskanir á símsvörun á skrifstofu og er því best að senda tölvupóst sé það mögulegt.
- Vegna þeirra raskana sem orðið hafa á þjónustu stofnana sveitarfélagsins mun greiðsluhlutdeild einungis ná til þeirrar þjónustu sem raunverulega er nýtt af íbúum. Skal innheimta þjónustu endurskoðuð í því ljósi og miðast frá þeim tíma er Covid-19 leiddi til skerðingar á þjónustu. Er um tímabundna ákvörðun að ræða sem gildir þar til annað hefur verið ákveðið af sveitarstjórn. Er hér um að ræða frístund, skólamötuneyti og leikskólagjöld.
- Í ljósi þess að íþróttahús og sundlaug verða lokuð um óákveðinn tíma í ljósi samkomubanns mun tímalengd áskrifta að aðgangskortum sem eru í gildi framlengjast sem tíma lokunar nemur.
Sveitarstjórn mun að sjálfsögðu fylgjast með ástandi í þjóðfélaginu og bregðast við breyttum aðstæðum eins og efni standa til.
Sveitarstjóri