20.01.2005
Fyrsta sumarhúsið er að rísa í nýju sumarhúsahverfi við
Skagaströnd. Húsið stendur við Hólaberg en gatan sem
húsin standa við var nefnd eftir bergjunum sem þau
standa við ofan við Vetrarbrautina. Skipulögð hefur verið
byggð fyrir 10 hús í þessum áfanga og er Snorraberg
ehf að byggja fyrsta húsið. Gert er ráð fyrir því að húsið
sé leigt út til almennra nota og ætlunin að það verði
tilbúið fyrir sumarið. Húsið er flutt inn í einingum frá
Lettlandi og er Trésmiðja Helga Gunnarssonar verktaki
við að reisa húsið og innrétta.