Fyrirhugað er að halda byrjendanámskeið fyrir fullorðna í gítarleik ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur, tvö kvöld í viku klukkustund í senn.
Nú er tilvalið fyrir þá sem hafa alltaf langað að kunna undirstöðuatriðin á gítar að skella sér á námskeið og láta drauminn rætast – markmiðið er að hafa gaman saman og læra í leiðinni.
Kennt verður í hóp og farið verður yfir grunnhljóma og undirstöðuatriði. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. og eru námskeiðsgögn innifalin í því.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 868-2842 og á netfanginu montecarlo@simnet.is
Síðasti dagur til að skrá sig er 30. September.
Jón Ólafur Sigurjónsson