Um miðjan janúar barst nemanda í 1. bekk pakki frá
Danmörku. Í sendingunni var lítill bangsi, að nafni
Cinnabear. Hafði hann upphaflega verið sendur frá
Michigan í Bandaríkjunum sl. haust og var
skólaverkefni ungs nemanda þar.
Tilgangurinn með verkefninu var að láta bangsann
ferðast sem víðast um heiminn og biðja viðtakendur
hans að senda fréttir og myndir í skólann í Michigan
þar sem nemandinn er. Með þessu á að auka tengsl
og víðsýni milli landa.
Bangsinn hafði upphaflega farið til Hollands og þaðan til
Danmerkur og kom svo hingað til Skagastrandar. Hér
hefur hann m.a. heimsótt leikskólann og svo 1. bekk
grunnskólans.
Héðan fer bangsinn til Svíþjóðar og svo væntanlega til
Frakklands áður en hann heldur heim á leið í byrjun
apríl.