Hægt er að nálgast hana með því að smella á rauða borðann efst á fréttasíðunni.
Skagstrendingar ætla að skemmta sér á Kántrýdögum og bjóða þeim sem vilja að slást í hópinn.
Dagskráin er afar þétt og áhugaverð. Flest skemmtiatriði verða á hátíðarsviði en víðar verða uppákomur af ýmsu tagi. Nefna má dansleiki sem verða bæði föstudags- og laugardagskvöld í Kántrýbæ. Málverkasýning verður í Kælinum svokallaða í húsi Nes-listamiðstöðvar. Ekki má gleyma því að fjöldi manns verða á buskaranámskeiðum undir leiðsögn hljómlistarmannsins KK. Buskarar munu síðan leika á hljóðfæri sín hér og þar um bæinn rétt eins og háttur þeirra er, en busk er einfaldlega margvísleg listsköpun á almannafæri.
Ýmsar uppákomur verða í Café Bjarmanesi, listviðurðir í gamla frystihúsinu, barnadagskrá á hátíðarsviði undir stjórn Sigríðar Beinteinsdóttur og hér hefur aðeins verið stiklað á stóru.