Dagskrá sjómannadagsins á Skagaströnd

Björgunarbátur
Björgunarbátur

Laugardagurinn 4. júní 2005.

 

kl. 11.00 – 12.00         Skemmtisigling með bátum út á Flóann. Meðan á skemmtisiglingu stendur mun þyrla Landhelgisgæslunnar koma og sveima yfir bátunum og björgunarsveitir við Húnaflóa æfa björgun á sjó þar sem þyrlan mun taka þátt.

                                    Ferðaþjónustubáturinn Ákinn frá Hvammstanga sem hefur upp á að bjóða 20 þægileg sæti, mun taka eldri borgara í skemmtisiglinguna.

                                   

kl. 12.00 – 12.20         Skrúðganga frá höfninni að kirkju undir forystu lögreglumanna.

 

kl. 12.30 – 13.30         Sjómannamessa í Hólaneskirkju. Blómsveigur lagður á minnismerki um týnda sjómenn.

 

kl. 14.15 – 14.45         Kappróður í Skagastrandarhöfn.

 

kl. 14.45 – 15.15         Nýtt björgunarskip vígt, skipið blessað og því gefið nafn. Við það tækifæri munu m.a. fulltrúar Slysavarafélagsins Landsbjargar flytja ávarp.

 

kl. 15.15 – 16.30         Skemmtidagskrá á Hafnarhúsplani, þar á meðal verður Örn Árnason skemmtikraftur með hluta dagskrárinnar.

 

kl. 16.30 – 20.00         Hoppukastali fyrir börn verður á skólavellinum

 

Sýningar og kaffisala:

Auk fyrrgreindra dagskráratriða verður á svæðinu sýning á björgunartækjum og búnaði björgunarsveita við Húnaflóa.

 

kl. 15.30                      Opnun kaffisölu í Höfðaskóla. Einnig verður í skólanum opin sýning á handverki og myndmennt nemenda skólans.

 

kl 20.00                       Opnun á ljósmyndasýningu Steinþórs Karlssonar, “Út í hafsauga” á neðri hæð Viðvíkurkaffis. Sýningin verður uppi út júnímánuð og aðgengileg á opnunartíma kaffihússins

 

kl. 23.00 – 03.00         Dansleikur í Fellsborg. Hljómsveitin Von leikur fyrir dansi.

 

Sunnudagurinn 5. júní 2005.

 

kl. 14.00 – 18.00         Hoppukastali fyrir börn verður á skólavellinum

 

kl. 18.00                      Bíó í Fellsborg. Barna og fjölskyldumyndin BANGSIMON.    

 

GÓÐA SKEMMTUN

BJÖRGUNARSVEITIN STRÖND SKAGASTRÖND