Þann 2 apríl s.l. fór Dansdeild UMF FRAM í Íslandsmeistarakeppnina í línudansi með 46 keppendur í 6 hópum. Foreldrar sáu um að koma sínum börnum suður og voru því margir Skagstrendingar í höllinni að horfa á og styðja sitt fólk. Úrslit urðu eftirfarandi hjá okkar fólki:
6-8 ára Fjörkálfarnir: sýning
9-12 ára Gullstjörnurnar: 4 sæti
9-12 ára Skeifurnar 6: 3 sæti
9-12 ára Skuplurnar: 1 sæti
13-16 ára Ladies: 2 sæti
Fullorðnir I Hófarnir: 4 sæti.
Eftir keppnina bauð dansdeildin sínum krökkum á skauta og í pizzu og voru foreldrar og systkini velkomin þar og voru um 80 manns í pizzuveislunni.Það er mat allra að vel hafi tekist til og krakkarnir til fyrirmyndar. Linda Björk og dansdeildin þakka öllum samstarfið í vetur!