Tillaga að deiliskipulagi á Melstaðatúni á Skagaströnd
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar samþykkti fimmtudaginn 26. janúar 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Melstaðatúns skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið nær yfir Melstaðatún, eins og það er skilgreint í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022.
Melstaðatún er sunnan við Laufás, um 350m norðan þéttbýlisins á Skagaströnd. Svæðið er um 1,3 ha. að stærð og afmarkast af Spákonufellshöfða að sunnan og vestan, lóð Laufáss og Réttarholtshæð að norðan en gamla Skagavegi að austan.
Deiliskipulagstillagan felur í sér svæði fyrir gistingu, tjaldsvæði og gestahúsum ásamt aðstöðuhúsi á Melstaðatúni með það fyrir augum að þar verði skjólgott og aðlaðandi útivistarsvæði/áningarstaður fyrir ferðamenn og tengist m.a. gönguleið um Spákonufellshöfða.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3 á Skagaströnd og á vefsíðu sveitarfélagsins www.skagastrond.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á tölvupóstfang skagastrond@skagastrond.is fyrir 31. mars 2017
Skagaströnd 7. febrúar 2017
Sveitarstjóri