Já, það eru allskonar djásn og dúllerí sem fást í handverksmarkaðnum í kjallara gamla kaupfélagsins á Skagaströnd.
Má þar t.d nefna heklaðar jólabjöllur, útsaumaða púða, jólasveina, járnklukkur, brussubrellur, dömuveski og skartgripi.
Er ekki tilvalið að kaupa jólagjöfina í heimabyggð?
Opið verður allar helgar til jóla frá 14-18 og á Þorláksmessu frá kl. 14-21.
Alltaf kaffi á könnunni og kandís í skál.