Gallerí verður opnað í kvöld í kjallara Gamla kaupfélagsins á Skagaströnd. Nafn gallerísins er einstaklega skemmtilegt en það er „Djásn og dúllerí“. Fyrir framtakinu standa þrjár konur sem þekktar eru fyrir að láta verkin tala. Skvísurnar heita Signý Ó. Richter, Björk Sveinsdóttir og Birna Sveinsdóttir.
Allir Skagstrendingar eru boðnir velkomnir á opnnina sem er í kvöld fimmtudaginn 15. júlí kl. 20:00.
Þar verður handverk og hönnun úr heimabyggð á boðstólum.
Í galleríinu er sýningaraðstaða og mun Jón Ólafur Ívarsson ( Daddi) byrja þar með málverkasýningu.
Djásn og dúllerí hvetur Skagstendinga og nærsveitamenn sem vilja koma með vörur á markaðinn eða notfæra sér sýningaraðstöðuna, að sækja um sem fyrst.
Opið verður alla daga vikunar frá kl. 14-18.