13.05.2003
Skagaströnd, 13. maí 2003
Menntun í heimabyggð
Skagstrendingar!
Hreppsnefnd Höfðahrepps vill með bréfi þessu hvetja alla sem
hug hafa á framhaldsnámi að kynna sér möguleika fjarnáms.
Margir skólar bjóða upp á fjarnám og er möguleikarnir
fjölbreyttir bæði á framhalds- og háskólastigi. Sem dæmi um
skóla sem bjóða upp á skipulagt fjarnám eru:
• Verkmenntaskólinn á Akureyri
• Fjölbrautarskólinn í Ármúla
• Háskólinn á Akureyri
• Háskólinn í Reykjavík
• Háskólinn á Bifröst
• Kennaraháskólinn
Hreppsnefnd Höfðahrepps hefur ákveðið að koma upp
aðstöðu fyrir fjarnám og ráða starfsmann sem hefur það
hlutverk að aðstoða nemendur og halda utan um starfsemina.
Gert er ráð fyrir að “námsstofan” taki til starfa næsta haust.
Tilgangurinn er að hvetja íbúa Skagastrandar til náms og
athafna. Jafnframt er markmiðið að leitast við að styðja við
bakið á þeim sem stunda nám og skapa þeim
þægilegt “skólaumhverfi”.
Fyrirhugað er að námsstofan verði í Gamla skólanum þegar
fram líða stundir, en gert er ráð fyrir að til að byrja með verði
aðstaðan til húsa að Mánabraut 3. Þar verður til staðar allur
búnaður sem þarf til að stunda fjarnám.
Sveitarstjóri.