Einstaklingsmiðað nám

Námskeið um einstaklingsmiðaðar áherslur í kennslu barna og unglinga var haldið á vegum Fræðsluskrifstofunnar þann 11. mars s.l. í félagsheimilinu á Blönduósi.

 Á námskeiðinu var fjallað um hvernig hægt er að auka þátttöku, virkni og ábyrgð nemenda á eigin námi. Einnig var fjallað um hvernig vinna má á fjölbreyttan hátt í skólastofunni með skapandi verkefni sem leið til að koma til móts við ólíka getu, þarfir og áhugamál nemenda.

 

Kennari á námskeiðinu var Jóhanna Karlsdóttir, lektor í kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands.

 

Mynd: Þátttakendur og  Leiðbeinandi.