Í kvöld fimmtudaginn 10. apríl klukkan
20:00
ætlar Svanhildur Gunnarsdóttir safnakennari hjá Árnastofnun að sýna fólki
eftirlíkingu af þjóðargerseminni: Flateyjarbók.
Svanhildur mun einnig sýna áhöld og efni eins og þau sem notuð voru við ritun bókarinnar á sínum tíma. Fólk fær að skoða, handfjatla og prófa þau verkfæri til að átta sig betur á hvílíkt þrekvirki Flateyjarbók er. Auðvitað mun Svanhildur líka svara spurningum sem vakna um bókina og önnur fornrit sem við eigum saman í Árnastofnun.
Kynningin verður í Rannsóknasetrinu á Gamla Kaupfélaginu (gengið inn að vestanverðu) klukkan 20:00 í kvöld. Gríptu gæsina og komdu þó fyrirvarinn sé stuttur því þetta tækifæri kemur ekki aftur.
RANNSÓKNASETUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Á NORÐURLANDI VESTRA