Eitthundrað manns í Djásni og Dúlleríi

„Við erum stoltar stelpur á Ströndinni,“ söng Signý Ósk Richter, þegar hún bauð Skagstrendinga velkomna á opnun gallerísins Djásn og dúllerí. Með henni að framtakinu standa Björk Sveinsdóttir og Birna Sveinsdóttir.

Um eitt hundrað manns mættu á opnunina og má telja nokkuð víst að þeir hafi skemmt sér vel. 

Í galleríinu er margt í boði. Þar er fjölbreytt úrval handverks og eiga um tuttugu og fimm heimamenn þar hönnun sína. 

Þar er líka að finna efni í ströngum sem selt er í kólóvís - ekki metravís eins og vaninn er. Eingrinið er selt í mörgum litum og gerðum á 500 krónur kílóið, en þess má geta að 50 gr. af eingirni í dokkum er vanalega selt í búðum á sömu fjárhæð.

Í galleríinu er málverkasýningu Dadda, sem sýnir 25 málverk.

Galleríið Djás og dúllerí er opið alla daga frá kl. 14-18 og það er staðsett í kjallara Gamla kaupfélagsins skammt frá höfninni.