Hafnarstjóri Ólafur Þór Ólafsson og
fulltrúi Borgarverks ehf Atli Þór Jóhannsson við undirritun
15. janúar 2024 var undirritaður verksamningur við Borgarverk ehf um endurbyggingu Ásgarðs.
Áætluð verklok eru í desember á þessu ári.
Helstu verkþættir eru:
- Brjóta og fjarlæga þekju og polla á núverandi bryggju.
- Jarðvinna, uppúrtekt, fylling og þjöppun.
- Rekstur á 106 tvöföldum stálþilsplötum og frágangur á stagbitum og stögum.
- Steypa 147m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
