Sumarstörf framhaldsskólanema 17 ára og eldri

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir sumarstörf við ýmis útiverkefni í sumar fyrir framhaldsskólanema 17 ára og eldri.

Vinnan er unnin samhliða vinnuskólanum og felst aðallega í því að vinna með sláttuvélar og vélarorf á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins. Þá er einnig unnið við almenn garðyrkjustörf og önnur umhverfistengd verkefni.

 

Vinnutími

Vinnutími og lengd sumarstarfs fer eftir fjölda umsókna.

 

Laun

Laun eru greidd út mánaðarlega.

Launaflokkur sumarstarfsfólks er 117-1. Taxti dagvinnu er 2.380,33kr. Taxti yfirvinnu er 4.019,46kr.

Mikilvægt er að senda upplýsingar um stöðu persónuafsláttar á fulltri@skagaströnd.is ef hann skal nýttur.

Til að finna stöðu persónuafsláttar er farið á skattur.is, eftir innskráningu má sjá neðarlega á síðunni flipann "Yfirlit til launagreiðenda". Gott er að taka skjáskot af þessari síðu og senda á fulltrui@skagastrond.is

 

 

Krafist er stundvísi, ástundunar, reglusemi og kurteisi.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 455-2700 og netfanginu: skagastrond@skagastrond.is

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí og umsóknareyðublað má finna hér.

Öllum umsóknum verður svarað. 

 

- Uppfært -

Daglegur vinnutími er frá 09-12 og 13-16 mánudaga til fimmtudaga, ekki er unnið á föstudögum. Fyrsti dagur er þriðjudaginn 7. júní.