Ljósmyndasamkeppni: Hver sér fyrstu lóuna?

📸 Ljósmyndasamkeppni: Hver sér fyrstu lóuna? 🌿🐦

Vorið er á næsta leiti, og við leitum að fyrstu lóunni! ☀️❄️

Við bjóðum börnum í leikskóla og 1-4 bekk í grunnskóla að taka þátt í skemmtilegri ljósmyndasamkeppni þar sem markmiðið er að fanga fyrstu lóuna sem sést þetta vorið á Skagaströnd á mynd.

Hvernig virkar keppnin?
📷 Taktu ljósmynd af fyrstu lóunni sem þú sérð.
📍 Sendu myndina ásamt nafni og aldri á sveitarstjori@skagastrond.is
🏆 Foreldrafélög Barnabóls og Höfðaskóla veita verðlaun fyrir fyrstu myndina sem berst af lóunni - glæsilega myndabók með hljóðum Fagurt falaði fuglinn sá.

Keppnin stendur yfir þar til fyrsta myndin berst en við tökum glöð á móti öllum myndum af lóunni í sveitarfélaginu og munum birta á heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins.

Við hlökkum til að fá fallegu myndirnar frá ykkur og fagna komu vorsins saman!