Það hefur ýmislegt skemmtilegt verið í gangi í sveitarfélaginu síðustu vikur og margt spennandi framundan!
Höfðaskóli
Það er alltaf nóg um að vera í Höfðaskóla og hvetjum við íbúa og áhugasama til að fylgjast með starfinu á heimasíðu skólans sem er uppfærð oft í viku bæði með fréttum og myndum frá starfinu í skólanum. Heimasíðu skólans má finna hér.
Golfklúbbur Skagastrandar
Á ársþingi USAH þann 16. mars sl. veitti sambandið Golfklúbbi Skagastrandar viðurkenningu í tilefni af 40 ára afmæli klúbbsins en hann var stofnaður 27. nóvember árið 1985. Finnbogi Guðmundsson formaður tók við viðurkenningu fyrir hönd Golfklúbbsins. Óskum við Golfklúbbnum til hamingju afmælið og viðurkenninguna!
Skákmót Skagastrandar 2025
Skákmót Skagastrandar verður haldið í vikunni 7. - 12. apríl n.k. Á síðasta ári voru keppendur 8 talsins og það væri frábært að fjölga í hópnum í ár - öll eru velkomin. Mótið fer fram í gamla kaupfélaginu á Einbúastíg 2 og er í boði fyrirtækisins H 59 ehf. Þeir sem kunna að hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við Lárus Ægi í síma 864-7444.
Bókasafn Skagastrandar
Hún Sandra bókavörður á Bókasafni Skagastrandar er ótrúlega dugleg að brydda upp á ýmsum nýjungum. Hún hefur boðið börnum í Höfðaskóla upp á föndurstund með bókaverði þar sem þeim gefst tækifæri til að búa sér til svokallað "diamond painting" bókamerki. Fyrsti hópurinn mætti til hennar núna í lok mars og skemmti sér konunglega við þessa skemmtilegu iðju. Hægt er að fylgjast með starfsemi bókasafnsins á fb síðunni safnsins hér.
Framkvæmdir og verkefni sumarsins
Hetjur Hafsins
Það styttist í uppáhalds hátíð okkar Skagstrendinga sem Björgunarsveitin Strönd hefur haldið af miklum myndarskap síðustu ár - Sjómannadagshátíðin Hetjur Hafsins. Hátíðin verður haldin dagana 29. maí – 1. júní 2025. Þar geta ungir sem aldnir fundið eitthvað við sitt hæfi frá morgni til kvölds! Þeir sem vilja vera með viðburð á hátíðinni eru hvattir til þess að senda tölvupóst á netfangið helenamaravelemir@gmail.com. Takið dagana frá!
Myndefni
Við viljum hvetja íbúa og alla sem gætu átt myndefni/heimildarefni frá Skagaströnd á hvaða formi sem það er (ljósmyndir, 8 mm, vidjó, geisladiskar os.frv.) til þess að færa efnið í stafrænt form svo það glatist ekki eða koma til sveitarfélagsins svo hægt sé að varðveita efnið með einhverjum hætti.
Krílasport
Minnum á Krílasport fyrir börn á leikskólaaldri alla laugardaga milli 10 og 11 í íþróttahúsi Skagastrandar.
Sveitarstjóri