Enskunám er nú að hefjast í Farskólaverkefninu "Eflum byggð á Skagaströnd". Kennt verður daganna 3. des og 10. des og alla eftir áramót verður kennt á fimmtudögum í átta vikur.
Öllum er heimil þátttaka, hún kostar ekkert og námsgögnin eru líka ókeypis. Fólk getur einnigvalið að taka bara ensku og sleppt öðrum námshlutum.
Allir tímar hefjast kl. 18:00 og þeim lýkur kl. 21:00. Lögð er áhersla á að gefa öllum tækifæri á að læra með sínum hraða og námsefnið sniðið að þörfum hvers og eins. Ekki er lögð áhersla á heimanám og lokapróf er ekki haldið enda tilgangurinn að gefa fólki hvatningu til frekara náms.
Hægt er að skrá sig í síma 455 6010 eða senda tölvupóst á netfangið asdish@farskolinn.is.