Félagsmiðstöðin í úrslitum söngkeppninnar

Laugardaginn 3. mars verður árleg söngkeppni á vegum Samfés sem er samtök félagmiðstöðva á Íslandi.

Keppninni verður sjónvarpað beint á RÚV og hefst kl 13.00 á laugardaginn.

Félagsmiðstöðin Undirheimar á loksins fulltrúa í keppninni en það er hljómsveitin Dornik sem keppir fyrir hönd okkar og flytja lag Mugisons, Stingum af.

 

Hljómsveitina skipa:

 

Ívan Árni Róbertsson, söngur

Heba Líf Jónsdóttir, söngur

Sigurbjörg Birta Berndsen, píanó

Sigurbjörg Katla Valdimarsdóttir, gítar, bakrödd

Guðrún Anna Halldórsdóttir, saxafónn, bakrödd

Sigurlaug Máney Hafliðadóttir, þverflauta

 

Við hvetjum að sjálfsögðu alla Skagstrendinga til þess að kveikja á sjónvarpinu kl 13.00 á Laugardaginn og fylgjast með:0)

 

Félagsmiðstöðin Undirheimar