Fjallskil 2023 - Gangnaseðlar

Hér fyrir neðan má sjá gangnaseðla fyrir fjallskiladeildir Skagamanna og Vindhælinga í Skagabyggð sem samþykktir voru á fjallskilanefndarfundi Skagabyggðar í Skagbyggð 17.08.2023.

 

Gangnaseðill Spákonufellsborg 2023

Gangnaseðill Skagamanna 2023

Gangnaseðill Vindhælinga 2023

 

Með vísan til gangna fyrir Spákonufellsborg kemur eftirfarandi m.a. fram:

Fyrri haustgöngur fara fram föstudaginn 8. september, seinni haustgöngur fara fram föstudaginn 15. september og eftirleitir verða föstudaginn 22. september.

Gangnaforingi er Magnús Guðmannsson.

Réttarstjóri í báðum réttum er Einar Haukur Arason.

Farið er fram Hrafndal og fram í Ármót, vestur Brandaskarð með hreppagirðingu að norðan. Spákonufellsborg að sunnanverðu að Hrafná að Fellsrétt. Undanskilin er skógræktargirðing.

Nánari upplýsingar hér