Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagastrandar 2011
Á fundi sveitarstjórnar 29. desember 2010 var fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 samþykkt.
Í áætluninni er gert ráð fyrir að skatttekjur verði 283.602 þús. rekstrartekjur 136.986 þús. og samtals tekjur samstæðu 420.588 þús. Rekstrargjöld eru áætluð 392.910 þús. og þar af er kostnaður vegna launa áætlaður 213.132 þús.
Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliðið er áætluð jákvæð um 5.700 þús. en heildarniðurstaða að teknu tilliti til fjármagnsliða verði jákvæð um 9.236 þús.
Í sjóðstreymi áætlunar er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði jákvætt um 42.176 þús. Samanlagðar fjárfestingahreyfingar eru áætlaðar 42.000 þús. Að teknu tilliti til fjárfestinga og fjármögnunarhreyfinga er áætlað að handbært fé lækki um 11.224 þús.