Sveitarstjórn samþykkti á fundi 19. desember sl. fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans.
Í rekstraryfirliti áætlunar 2014 kemur fram að heildartekjur samstæðu eru áætlaðar 525.479 þús., þar af eru skatttekjur 358.929 þús. og rekstrartekjur 168.329 þús. Rekstrargjöld eru áætluð 530.934 þús. þar af kostnaður vegna launa áætlaður 249.994 þús. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 9.409 þús. Í sjóðstreymi áætlunar er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri samstæðu verði jákvætt um 52.897 þús. Samanlagðar fjárfestingahreyfingar eru áætlaðar 84.600 þús. Að teknu tilliti til fjárfestinga og fjármögnunarhreyfinga er áætlað að handbært fé lækki um 41.703 þús. og handbært fé verði í árslok 597.562 þús.
Á fundinum var einnig afgreidd þriggja ára áætlun 2015-2017. Í áætluninni er gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu samstæðu öll áætlunarárin.