Við gerð áætlunar var gengið út frá eftirfarandi forsendum:
Álagning útsvars verði óbreytt frá yfirstandandi ári 14.52%.
Álagningarstuðlar fasteignagjalda verði óbreyttir frá fyrra ári.
Sorphirðu- og eyðingargjöld hækki um 3,4% skv. verðlagi.
Þjónustutekjur hækki almennt um 3,4% milli ára.
Við áætlun rekstrarkostnaðar verði almennt gert ráð fyrir 3,4% hækkun verðlags á árinu.
Þrátt fyrir að umræða á sveitarstjórnarstiginu hafi snúist um að miða launaáætlun almennt við 7,5% hækkun milli ára var ákveðið að viðhafa sömu aðferð og undanfarin ár að launaliðir hverrar deildar verið teknir og framreiknaðir með þeim breytingum sem þekktar eru á komandi ári.
Í rekstraryfirliti áætlunar 2015 kemur fram að heildartekjur samstæðu eru áætlaðar 519.944 þús., þar af eru skatttekjur 354.289 þús. og rekstrartekjur 165.655 þús. Rekstrargjöld eru áætluð 532.098 þús. þar af kostnaður vegna launa áætlaður 236.474 þús. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 1.707 þús. Í sjóðstreymi áætlunar er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri samstæðu verði jákvætt um 47.245 þús. Samanlagðar fjárfestingahreyfingar eru áætlaðar 57.800 þús. Að teknu tilliti til fjárfestinga og fjármögnunarhreyfinga er áætlað að handbært fé lækki um 20.555 þús. og handbært fé verði í árslok 579.818 þús. Í áætlun áranna 2016-2018 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu öll árin.
Í rekstraryfirliti kemur fram að rétt um helmingur rekstrarkostnaðar aðalsjóðs er vegna fræðslumála eða 235 milljónir af 466 milljóna rekstarkostnaði aðalsjóðs.
Áætluð niðurstaða aðalsjóðs er jákvæð um 16,9 milljónir en niðurstaða eignasjóðs og þjónustumiðstöðvar er neikvæð um 26 milljónir. Af því leiðir að A-hluti er með áætlaða 9 milljón króna neikvæða niðurstöðu. Í B-hluta er hafnarsjóður, vatnsveita, félagslegar íbúðir, fráveita og félagsheimili. Áætluð niðurstaða B-hluta er jákvæð um 10,7 milljónir. Munar þar mest um hafnarsjóð sem áætlað er að skili 11,5 milljóna jákvæðri niðurstöðu.
Sveitarstjóri