Keramik, pokakerlingar og steinahús eru meðal þess sem er nýtt í Djásnum og dúlleríi á Skagaströnd í sumar og úrvalið af bútasaumuðum teppum og dúkum hefur aldrei verið meira. Fataslárnar eru stútfullar af fallegum lopapeysum og enginn ætti að þurfa að vera með kaldar hendur, fætur eða höfuð næsta vetur því að af sokkum, vettlingum og húfum er feykinóg. Í Djásnum og dúllreíi er einnig er hægt að versla skrautpúða, skartgripi, bjölluseríur, bækur, veski, tækifæriskort, efni, einband, sængurgjafir, sápur, dúkkuföt, pils og kragar svo eitthvað sé nefnt.
Djásn og dúllerí er til húsa í gamla Kaupfélagshúsinu við höfnina. Opið er frá kl. 14-18 alla daga en einnig er tekið á móti hópum utan opnunartíma ef óskað er.
Tekið er við greiðslukortum.