02.07.2003
Daginn fyrir sumarsólstöður, fóru börnin á Barnabóli ásamt
starfsfólki og nokkrum foreldrum upp í Hrafndal og gróðursettu
birkiplöntur. Leikskólabörnin hafa helgað sér stað í dalnum, í
hlíðinni þar sem stiginn er yfir girðinguna og nefnt hann
Barnasel. Þar eru settar niður plöntur á hverju ári því afföll eru
alltaf nokkur svo lengi er hægt að bæta við. Í haust fara
leikskólabörnin aftur upp í Barnasel en þá verða týnd þar ber.