Frá Námsstofu Skagastrandar

Kynning á námi við Háskólann á Akureyri Laugardaginn 12. febrúar nk. verður kynning á námsframboði Háskólans á Akureyri. Kynningin verður haldin í rannsóknar- og nýsköpunarhúsinu Borgum kl. 13:00 til 17:00. Boðið verður upp á kaffiveitingar og tónlistaratriði. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi háskólans og skoða ný húsakynni að Borgum eru hvattir til að taka daginn frá fyrir öðruvísi laugardagsbíltúr. Dagskrá 13:30 – Kynning á auðlindadeild Gengið verður um rannsóknarstofur auðlindadeildar um leið og brautskráðir nemendur kynna nám við deildina. 14:00 – Kynning á félagsvísinda- og lagadeild Nemendur og starfsmenn kynna nám við félagsvísinda- og lagadeild. 14:30 – Kynning á heilbrigðisdeild Nemendur á 4. ári í hjúkrunarfræði og iðjuþjálfun segja frá reynslu sinni af námi við heilbrigðisdeild. 15:00 – Kynning á kennaradeild Nemendur á grunnskólabraut og leikskólabraut segja frá námi við kennaradeild. 15:30 – Tónlistaratriði Helena Guðlaug Bjarnadóttir, sópran syngur við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. 16:00 – Kynning á upplýsingatæknideild Deildarforseti og nemendur segja frá námi við deildina. 16:30 – Kynning á viðskiptadeild Nemandi á 2. ári og brautskráður nemandi kynna nám við deildina og alþjóðlegt verkefni sem unnið er að um þessar mundir. Nemendur og kennarar allra deilda verða á staðnum og svara fyrirspurnum á meðan opið er. Kemstu ekki??? Fyrir þá sem hafa ekki tök á að koma á þessum tíma vek ég athygli á námskynningu í Borgarleikhúsinu 5. mars nk. kl. 11 – 17. Sjá nánar á slóðinni: http://www.unak.is/template1.asp? pageid=1025&newsid=799