Framboð Ð-listans til sveitarstjórnar.

 

Í síðustu kosningum til sveitarstjórnar kom fram nýtt framboð sem hafði einkunnarorðin og heitið, Við öll.

Markmið þess framboðs voru að ná algeru gagnsæi í stjórnsýslunni, efla siðferðið og auka þátttöku íbúa í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

 

Þau markmið eru enn markmið framboðsins enda eiga þau aldrei að detta úr tísku og er enn mikilvægara í dag að þau náist en nokkru sinni áður.

 

Við öll erum ábyrg fyrir samfélaginu okkar og framtíð þess.

 

Framboðslisti Ð-listans er skipaður eftirtöldum einstaklingum:


1. Guðmundur Egill Erlendsson, lögfræðingur.

2. Kristín Björk Leifsdóttir, viðskiptafræðingur.

3. Inga Rós Sævarsdóttir, fulltrúi.

4. Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, tómstunda og félagsmálafræðingur 5. Guðlaug Grétarsdóttir, leikskólakennari.

6. Þröstur Líndal, bóndi.

7. Kristín Birna Guðmundsdóttir, fulltrúi.

8. Eygló Gunnarsdóttir, fulltrúi.

9. Súsanna Þórhallsdóttir, húsmóðir.

10. Hallbjörn Björnsson, rafvirkjameistari.