Í samræmi við það sem tilkynnt var þann 17. maí sl. hefur Skógræktin undirritað samning við One Tree Planted um gróðursetningu 180.000 trjáplantna í hlíðum Spákonufells ofan þéttbýlisins á Skagaströnd. Verkefninu lýkur haustið 2024 og í kjölfarið vex upp skógur sem meðal annars nýtist íbúum Skagastrandar, nágrönnum þeirra og gestum til útivistar.
Framkvæmdir hefjast í vikunni með jarðvinnslu sem er eitt af þeim verkefnum sem nauðsynleg eru til að bæta lífslíkur og vöxt plantna sem gróðursettar verða. Plöntur fá meiri birtu, skjól fyrstu 2-3 árin, frost fer fyrr úr jörðu, minni samkeppni við gróður, auk þess að jarðvinnslan losar um næringarefni og er því eins konar áburðargjöf.
Jarðvinnslan opnar rásir eða flekki í þann gróður sem fyrir er á svæðinu og getur litið illa út fyrstu mánuðina eftir framkvæmdir, en gróður hylur fljótlega sárin, sér í lagi gengur það hratt þar sem lúpína er til staðar og vex í kring um rásirnar. Herfirásirnar eru yfirleitt lagaðar að landslagi og fara þarf þvert á brekkur til að draga úr hættu á að vatn renni eftir þeim. Þó jarðvinnslan líti illa út fyrstu árin er má hugsa hana eins og aðra jarðrækt að landið verði fljótt grænt aftur.
Kynningarfundur um verkefnið er fyrirhugaður fyrir íbúa í lok september þar sem frekari upplýsingar verða veittar.
Sveitarstjóri