Framlengdur frestur vegna kostnaðarþátttöku í ofnakaupum

 

Á fundi sveitarstjórnar 19. maí sl. var fjallað um kostnaðarþátttöku vegna hitaveituvæðingar sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 26. mars 2013. Samþykkt um kostnaðarþátttökuna gerði ráð fyrir að hún félli úr gildi 1. júní 2014. Sveitarstjórn ákvað að gildistími samþykktarinnar verði framlengdur til 1. september 2014 og jafnframt að húseigendur utan þess svæðis á Skagaströnd sem býðst hitaveita geti fallið undir skilgreiningu um kostnaðarþátttöku í kaupum á ofnum fyrir vatnshitakerfi.