Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra stendur fyrir málþinginu sem haldið verður sunnudaginn 12. september 2010 kl. 13-16:30 í Bjarmanesi á Skagaströnd.
Á málþinginu verður sjónum beint að því með hvaða hætti minningin um Jón forseta sem leiðtoga Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni varð til og mótaðist í íslensku samfélagi á fyrstu áratugunum eftir andlát hans.
Málþingið ætti að vera sérstaklega áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á menningartengdri ferðaþjónustu og ímyndarmálum.
Á málþinginu tala sagnfræðingarnir Sigurður Gylfi Magnússon, Páll Björnsson og Guðmundur Hálfdanarson og Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur. Þeir ræða hvernig þjóðin hefur kosið að muna fortíð sína, um Jón Sigurðsson sem samherja í pólitískum hitamálum, hvernig hugmyndin um hetjuna hefur bæði verið notuð til að réttlæta tilvist Háskóla Íslands og til að gagnrýna starfsemi hans og spurt verður um framtíð þjóðardýrlingsins.
Í lokin verður góður tími til umræðna. Nánar um dagskrá og fyrirlestra í viðhengi.
Kántrýbær er opinn á laugardagskvöldinu og á sunnudag í hádeginu og eftir ráðstefnu.
Þeir sem hafa áhuga á gistingu á Skagaströnd vinsamlega hafi samband við Ólafíu Lárusdóttur í síma 8987877.
Af gefnu tilefni má taka fram að ökuferð milli Reykjavíkur og Skagastrandar tekur rétt rúmar þrjár klukkustundir. Þeim sem vilja samnýta bílferðir er bent á samferda.is.
Lára Magnúsardóttir er forstöðumaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Netfang setursins er nordurlandvestra@hi.is